Forsendur

Umhverfismat landsskipulagsstefnu

Umhverfismat áætlana er verklag sem á að stuðla að því að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við áætlanagerð og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum við framfylgd áætlana

Um  landsskipulagsstefnu gilda lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í lýsingu landsskipulagsstefnu er gerð grein fyrir fyrirhuguðu umfangi og nákvæmni umhverfismatsins eins og kveðið er á um í 18. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu. Skipulagsstofnun kynnir þann þátt lýsingar sérstaklega fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Umhverfisstofnun sem fara með hlutverk Skipulagsstofnunar sem kveðið er á um í lögum um umhverfismat áætlana.

Faghópar Skipulagsstofnunar munu vinna að umhverfismati þeirra valkosti sem koma til álita í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Á grundvelli þeirrar vinnu verður endanleg tillaga að landsskipulagsstefnu síðan útfærð.  

Samþætting umhverfismats

Við mótun landsskipulagsstefnu verður leitast við að samþætta umhverfismatið við ferlið allt frá fyrstu stigum. Á þann hátt er umhverfismat áætlana notað við mótun stefnunnar ásamt því að meta líkleg áhrif hennar í heild eða einstakra hluta hennar. Virkni umhverfismatsferlisins er hvað mest ef það er nýtt samhliða stefnumótun og notað til að spyrja grundvallar spurninga um sjálfbærni svo sem um þörf eða eftirspurn fyrir tiltekna stefnu eða uppbyggingu og mögulega kosti. Slík valkostaumræða á fyrstu stigum getur, ef vel tekst til verið farvegur fyrir umhverfisvernd og stutt við sjálfbæra þróun.
                        samtaetting_umhverfismats_9_mars

  

Áhrif umhverfismats á landsskipulagsstefnu

Umhverfismat mun hafa áhrif á gerð landsskipulagsstefnunnar með því að:

  • leggja til viðfangsefni sem þarf að marka skýrari stefnu um í geiraáætlunum á landsvísu, t.d. vegna neikvæðra umhverfisáhrifa.
  • benda á þá umhverfisþætti sem fylgja þarf betur eftir og taka tillit til við gerð geiraáætlana, svæðis- og aðalskipulags-áætlana.
  • skilgreina mögulegar aðgerðir til að tryggja eftirfylgni með þróun umhverfisþátta og helstu viðfangsefna umhverfismála í landsskipulagsstefnu.
  • nýta mögulega umfjöllun um valkosti við mótun landsskipulagsstefnu.
  • tryggja að við mótun landsskipulagsstefnu verði ávallt litið til megin viðfangsefna umhverfismála á landsvísu.