Samráðsvettvangur

Þeir sem vilja fylgjast með mótun og framfylgd landsskipulagsstefnu geta skráð sig á samráðsvettvang landsskipulagsstefnu.

Allir geta verið aðilar að samráðsvettvanginum, en þar eru til dæmis fulltrúar sveitarfélaga og samtaka þeirra, opinberra stofnana, fyrirtækja og samtaka á sviði atvinnulífs og umhverfisverndar.

Skráning á samráðsvettvang landsskipulagsstefnu

Aðilar á samráðsvettvanginum fá sendar upplýsingar um nýtt efni og um kynningar- og samráðsfundi við mótun og framfylgd landsskipulagsstefnu. Einnig er þar sérstaklega vakin athygli á þegar auglýstar hafa verið tillögur til kynningar og athugasemda.