Tillaga í vinnslu

Loftslag, landslag, lýðheilsa

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að vinna tillögu að breytingu á Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem felist í nánari stefnumótun um skipulag byggðar og landnýtingar með tilliti til loftslagsmála, landslags og lýðheilsu. Jafnframt verði gildandi stefna um skipulagsmál haf- og strandsvæða yfirfarin. Þá verði litið til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við mótun stefnunnar.

Vinna við mótun tillögunnar stendur yfir. Hér gefst kostur á að fylgjast með framvindu verkefnisins. Öll umgjörð vinnunnar miðar að því að hún sé opin og aðgengileg og að reglulega sé leitað eftir ábendingum og hugmyndum almennings og hagsmunaaðila.

Ferlið

Þeir sem vilja fá sendar upplýsingar um framgang vinnunnar geta skráð sig á samráðsvettvang landsskipulagsstefnu. Einnig er hægt að koma spurningum, ábendingum og athugasemdum á framfæri hér.