Tillaga í vinnslu

Loftslag, landslag, lýðheilsa

Vinnu Skipulagsstofnunar að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015–2026 er nú lokið og hefur tillaga stofnunarinnar verið afhent umhverfis- og auðlindaráðherra. Þingsályktunartillaga ráðherra um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015–2026 er nú til meðferðar á Alþingi.  Landsskipulagsstefna öðlast gildi þegar hún hefur verið afgreidd sem þingsályktun.

Ferli-vid-motun-og-kynningu-tillogu_bls_-16_PNG

Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála. Þær áherslur sem þar eru settar fram fléttast með ýmsum hætti saman við viðfangsefni gildandi landsskipulagsstefnu sem samþykkt var á Alþingi árið 2016 og tekur til skipulagsmála á miðhálendinu, í dreifbýli og þéttbýli og á haf- og strandsvæðum. Tillagan felur einnig í sér viðbætur við gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða.

Hér má nálgast tillögu Skipulagsstofnunar auk allra helstu skjala sem hafa orðið til við mótun hennar.

Öll umgjörð vinnu við landsskipulagsstefnu miðar að því að hún sé opin og aðgengileg og reglulega er leitað eftir ábendingum og hugmyndum almennings og hagsmunaaðila. Þeir sem vilja fá sendar upplýsingar um framgang vinnu við landsskipulagsstefnu geta skráð sig á samráðsvettvang landsskipulagsstefnu. Einnig er hægt að koma spurningum, ábendingum og athugasemdum á framfæri hér.