Ráðgjafarnefnd

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar ráðgjafarnefnd sem er Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðherra til ráðgjafar við mótun og framfylgd landsskipulagsstefnu. Í henni eiga sæti tveir fulltrúar sem ráðherra skipar án tilnefningar. Aðrir fulltrúar í nefndinni er tilnefndir af forsætisráðherra, iðnaðarráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 


Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði ráðgjafarnefnd í desember 2018. Í henni eiga sæti:

  • Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Páll Jakob Líndal, skipaður án tilnefningar,
  • Arnór Snæbjörnsson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
  • Erla Sigríður Gestsdóttir, tilnefnd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
  • Hanna Dóra Hólm Másdóttir, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti,
  • Hrafnkell Á. Proppé, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Egill Pétursson, tilnefndur af forsætisráðherra,
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.