Húsnæðis- og skipulagsráð

Húsnæðis- og skipulagsráð er skipað samkvæmt lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála nr. 30/2023. Ráðið vinnur í samstarfi við Skipulagsstofnun tillögu að landsskipulagsstefnu og aðgerðaáætlun í samræmi við áherslur ráðherra. 

Ráðið skal skipað þremur fulltrúum, tveimur án tilnefningar og einum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skipunartími ráðsins miðast við embættistíma þess ráðherra sem það skipar.

Frá árinu 2023 sitja í ráðinu:

  • Ingveldur Sæmundsdóttir, án tilnefningar
  • Jón Björn Hákonarson, án tilnefningar
  • Valgerður Rún Benediktsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga