Landsskipulagsstefna 2015-2026

Landsskipulagsstefna 2015-2026 ásamt greinargerð 

Þingsályktun um Landsskipulagsstefnu 2015-2026 var samþykkt á Alþingi í mars 2016. Með henni er í fyrsta sinn sett fram samræmd stefna um skipulagsmál á landsvísu til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga og aðra áætlanagerð um landnotkun og byggðaþróun. Mörkuð er stefna um fjögur viðfangsefni, þ.e. um skipulagsmál á miðhálendinu, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og dreifingu byggðar og um skipulag á haf- og strandsvæðum. 

Kynningarmyndbönd um Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Búsetumynstur og dreifing byggðar

Skipulag í dreifbýli

Skipulag á miðhálendi Íslands

Skipulag á haf- og strandsvæðum

 

Í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 eru eftirfarandi leiðarljós lögð til grundvallar auk markmiða skipulagslaga:

  • Að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að sjálfbærri þróun.
  • Að skipulag byggðar og landnotkunar sé sveigjanlegt og stuðli að seiglu gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum.
  • Að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að lífsgæðum fólks.
  • Að skipulag byggðar og landnotkunar styðji samkeppnishæfni landsins alls og einstakra landshluta.