Framfylgd

Landsskipulagsstefnu er framfylgt í gegnum skipulagsgerð sveitarfélaga, en einnig getur landsskipulagsstefna haft áhrif á aðra áætlanagerð stjórnvalda á landsvísu sem varðar landnotkun, svo sem um samgöngur eða orkumál. Þá getur landsskipulagsstefna einnig falið í sér tiltekin verkefni, svo sem leiðbeiningar- eða þróunarverkefni, til að hrinda markmiðum stefnunnar í framkvæmd.

Landsskipulagsstefna 2015-2026 tilgreinir ýmis verkefni sem stjórnvöldum er falið að vinna að. Af þeim verkefnum sem tilgreind eru í stefnunni er hafin eða lokið vinnu við eftirtalin verkefni.

Kortlagning víðerna

Verkefni um kortlagningu víðerna er tilgreint í grein 1.1.4 í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þar er Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun falið að hafa forgöngu um að reglulega liggi fyrir uppfærð kort af umfangi og þróun víðerna á miðhálendinu. Í því felst að ákveða viðmið fyrir mat á umfangi víðerna út frá skipulagssjónarmiðum og að hafa kort sem uppfærð eru reglulega um umfang víðerna aðgengileg fyrir skipulagsvinnu sveitarfélaga og annarra aðila.

Staða: í vinnslu.

Gögn:  

Kortlagning mannvirkja og þjónustu á miðhálendinu

Verkefni um kortlagningu mannvirkja og þjónustu á hálendinu er tilgreint í grein 1.2.2 í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þar er Skipulagsstofnun í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og sveitarfélög á hálendinu falið að hafa forgöngu um skráningu mannvirkja og þjónustu á hálendinu. Kortlagningunni er ætlað að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi mannvirki, húsakost og framboð þjónustu á hálendinu sem muni nýtast við næstu endurskoðun landsskipulagsstefnu. Kortlagningin muni einnig nýtast við vinnslu annarra framfylgdarverkefna landsskipulagsstefnu, svo sem greiningu víðerna, mat á þörf fyrir uppbyggingu ferðaþjónustumannvirkja og nánari stefnumótun um vegakerfi miðhálendisins. 

Staða: lokið. 

Gögn:

Skipulag vindorkunýtingar

Verkefni um skipulag vindorkunýtingar er tilgreint í grein 2.5.2 í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þar er Skipulagsstofnun falið að standa fyrir fræðslu og miðlun upplýsinga um skipulagsmál og umhverfismat vindorkunýtingar í samstarfi við hlutaðeigandi stofnanir.

Staða: í vinnslu.

Gögn: