26.2.2014

Samráðs- og kynningarfundurinn í Iðnó

Fyrsti fundur af sex vegna kynningar á lýsingu Landsskipulagsstefnu 2015-2026 var haldinn í gær í Iðnó. Þar fengu þátttakendur tækifæri til að setja fram hugmyndir sínar um áherslur landsskipulagsstefnu á korti. Hugmyndin að kortavinnunni er fengin að láni frá Skotum sem nú vinna að sinni þriðju landsskipulagsstefnu.

Fundurinn þótti takast vel og þátttaka var góð. Í lok fundaraðarinnar verða helstu niðurstöður teknar saman.

Næstu fundir eru eftirtaldir

Borgarnesi 27. febrúar kl. 14.00 -16.00, Bjarnarbraut 8
Selfossi 28. febrúar kl. 15.00 - 17.00, Hótel Selfoss, Kirkjuvegi 2

Egilsstöðum 3. mars kl. 15.00 - 17.00, Hótel Héraði, Miðvangi 1-7
Ísafirði 4. mars kl. 15.00 - 17.00, Háskólasetri Vestfjarða, Suðurg.12
Akureyri 5. mars kl. 15.00 -17.00, Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89