13.3.2013

Tillaga að landsskipulagsstefnu lögð fram á Alþingi

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013 – 2024.
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013 – 2024. Þetta er í fyrsta sinn sem tillaga um landsskipulagsstefnu er lögð fram en kveðið er á um slíka stefnu í skipulagslögum sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010.
Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013-2024 (lögð fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012-2013)