24.9.2012

Auglýst tillaga - Landsskipulagsstefna 2013-2024

Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýsir Skipulagsstofnun hér með tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu.

Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýsir Skipulagsstofnun hér með tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu.

Landsskipulagsstefna 2013-2024 - Tillaga til auglýsingar

Umhverfisskýrsla með tillögu að landsskipulagsstefnu

Tillagan verður lögð fyrir Alþingi til þingsályktunar en hún varðar:

a) Skipulagsmál á miðhálendi Íslands

b) Búsetumynstur og dreifingu byggðar

c) Skipulag á haf- og strandsvæðum

Fylgiskjöl tillögunnar sem einnig er hægt að nálgast á http://www.landsskipulag.is/ eru:

1. Yfirlit yfir stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða landnotkun

2. Greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála

3. Greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags

4. Skýrsla um ferðamennsku á miðhálendi Íslands


Tillagan ásamt fylgiskjölum liggur einnig frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 og í Þjóðarbókhlöðunni.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillöguna og umhverfismat hennar en þær þurfa að hafa borist Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 eigi síðar en 20. nóvember 2012 eða á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is.

Stefnt er að því að halda kynningarfundi í landshlutunum í október og verða þeir auglýstir síðar.

Nánari upplýsingar veitir Einar Jónsson hjá Skipulagsstofnun (einar@skipulagsstofnun.is)