27.8.2012

Greinargerð um samráðsfund 17. ágúst 2012

Fjallað var um drög að landsskipulagsstefnu

Skipulagsstofnun hefur tekið saman greinargerð um samráðsfundinn og þar komu fram fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem munu nýtast við frekari vinnu við landsskipulagsstefnu.

Um 110 einstaklingar sóttu samráðsfundinn um drög að landsskipulagsstefnu sem haldinn var á Hótel Reykjavík Natura 17.IMG_7204 ágúst. Skipulagsstofnun hefur tekið saman greinargerð um samráðsfundinn og byggt er á punktum úr hringborðsumræðum og þar komu fram fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem munu nýtast til að bæta drögin að landsskipulagsstefnu áður en þau verða auglýst.