29.11.2011

Skipulagsstofnun heldur fundi um landsskipulagsstefnu og miðhálendi Íslands

Skipulagsstofnun er nú að hefja vinnu við gerð landsskipulagsstefnu og liður í undirbúningi eru fundir um landið.  Meginmarkmiðið er að kynna vinnu við landsskipulagsstefnu og safna upplýsingum sem nýtast við undirbúninginn. Á þessum fundum er einkum er fjallað um gildandi svæðisskipulag miðhálendisins og þann lærdóm sem hægt er að draga af því við gerð landsskipulagsstefnu. Aðrar áherslur landsskipulagsstefnu eru einnig til umræðu ef fundarmenn kjósa svo.

 

Fyrirhugaðir eru eftirfarandi fundir.

•    21. nóv. 2011 kl 13.30 – 15.30 í Borgartúni 21, hjá Ríkissáttasemjara.

•    22. nón. 2011 kl 13.00 - 15.00 í Tryggvaskála á Selfossi.

•    28. nóv. 2011 Kl 13.00 – 15.00 á Hótel Héraði Egilsstöðum.

•    30. nóv. 2011 kl 13.00 – 15.00 á Landnámssetrinu Borgarnesi.

•     6. des. 2011 kl 14.30 – 16.30 á Icelandair Hótel Akureyri.

 

Á fundina eru boðaðir fulltrúar sveitarfélaga sem eiga land að miðhálendinu ásamt öðrum öðrum sem málið varðar. Fundirnir eru opnir og öllum er heimil þátttaka.

Sjá nánar um landsskipulagsstefnuna