30.10.2014

Ábendingar og athugasemdir við greiningu valkosta

  • Útsýni úr flugvél

Greining valkosta fyrir gerð Landsskipulagsstefnu 2015- 2026 var kynnt og rædd á kynningar- og samráðsfundi 15. ágúst 2014 á Hótel Reykjavík Natura. Skilgreining valkosta og umhverfismat þeirra var unnið af faghópum Skipulagsstofnunar.

Greining valkosta fyrir gerð Landsskipulagsstefnu 2015- 2026 var kynnt og rædd á kynningar- og samráðsfundi 15. ágúst 2014 á Hótel Reykjavík Natura. Skilgreining valkosta og umhverfismat þeirra var unnið af faghópum Skipulagsstofnunar. Í skýrslunni „Landsskipulagsstefna 2015-2026 – Greining valkosta og umhverfisáhrifa“ voru dregnar saman helstu niðurstöður úr þeirri vinnu. Samantekt af kynningarfundinum er hér að neðan. Jafnframt var hægt var að koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum við skýrsluna í gegnum tölvupóst og heimasíðu landsskipulagsstefnu. Gefinn var frestur til 8. september 2014 til að skila inn athugasemdum og hér er að finna þær skriflegu athugasemdir sem bárust. Athugasemdum var ekki svarað sérstaklega  en þær nýttar við áframhaldandi vinnu við útfærslu landsskipulagsstefnu, enda var ekki um að ræða formlegt athugasemdaferli samkvæmt reglugerð.