25.8.2014

Samantekt af samráðsfundi 15. ágúst

  • Samráðsfundur

Skipulagsstofnun hefur nú tekið saman samantekt af kynningar- og samráðsfundi um greiningu valkosta og umhverfismat sem haldinn var á Hótel Reykjavík Natura.

 

Skipulagsstofnun hefur nú tekið saman samantekt af kynningar- og samráðsfundi um greiningu valkosta og umhverfismat sem haldinn var á Hótel Reykjavík Natura.  

 

Á fundinn komu um 140 manns, fjölbreyttur hópur kominn víða að, en flestir frá ríkisstofnunum og sveitarfélögum og samtökum þeirra. Í samantektinni koma fram helstu ábendingar sem ræddar voru á fundinum varðandi greiningu valkosta og umhverfismat þeirra. Efni samantektarinnar verður nýtt við útfærslu landsskipulagsstefnu sem fer fram á næstu mánuðum. 

 

Samantekt ábendinga úr umræðum á kynningar- og samráðsfundi um greiningu valkosta og umhverfismat.

 

Vakin er athygli á að hægt er að skila skriflegum ábendingum varðandi valkostina fram til 8. september næstkomandi á landsskipulag@skipulagsstofnun.is eða í gegnum vefsíðu landsskipulagsstefnu.