5.8.2014

Skýrsla um greiningu valkosta og umhverfismat

Skýrslan er liður í vinnuferli við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og er jafnframt unnin samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana. Tilgangurinn er að greina og bera saman mögulega valkosti fyrir einstök viðfangsefni landsskipulagsstefnu.

Skipulagsstofnun hefur tekið saman skýrsluna „Landsskipulagsstefna 2015-2026 – Greining valkosta og umhverfisáhrifa“. Skýrslan er liður í vinnuferli við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og er jafnframt unnin samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana. Tilgangurinn er að greina og bera saman mögulega valkosti fyrir einstök viðfangsefni landsskipulagsstefnu. Skilgreining valkosta og umhverfismat þeirra var unnið af faghópum Skipulagsstofnunar og í skýrslunni eru dregnar saman helstu niðurstöður úr þeirri vinnu.

 Landsskipulagsstefna – Greining valkosta og umhverfisáhrifa (pdf útgáfa)

Efni skýrslunnar verður kynnt og rætt á kynningar- og samráðsfundi 15. ágúst næstkomandi á Hótel Reykjavík Natura kl. 14.00. Einnig er hægt að koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum við skýrsluna á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is eða hér á heimasíðu landsskipulagsstefnu fram til 8. september næstkomandi. Athugasemdum verður ekki svarað sérstaklega  en þær nýttar við áframhaldandi vinnu við útfærslu landsskipulagsstefnu. Framkomnar athugasemdir verða birtar í heild sinni á vefnum.