6.8.2014

Kynningar- og samráðsfundur um greiningu valkosta og umhverfismat Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Hótel Reykjavík Natura 15. ágúst kl. 14.00

Hótel Reykjavík Natura 15. ágúst kl. 14.00

Kynningar- og samráðsfundur verður haldinn 15. ágúst næstkomandi á Hótel Reykjavík Natura. Þar verður kynnt greining faghópa Skipulagsstofnunar á mögulegum valkostum Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og leitað eftir ábendingum og sjónarmiðum um þá. Þátttakendur eru beðnir um að tilkynna þátttöku fyrir fundinn  á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is

Dagskrá

14.00 – 14.50 Yfirlit yfir valkostagreiningu og umhverfismat Landsskipulagsstefnu    2015-2026

14.50 – 15.05 Kaffihlé

15.05 – 16.15 Fyrri kynningar- og umræðulota um greiningu valkosta og umhverfismat

16.15 – 16.25 Kaffihlé

16.25 – 17.40 Seinni kynningar- og umræðulota um greiningu valkosta og umhverfismat

17.40 – 17.50 Fundarlok

Kynningar- og umræðuloturnar verða í fjórum hópum í samræmi við viðfangsefni landsskipulagsstefnu (miðhálendið, dreifbýli, búsetumynstur og haf- og strandsvæði) og eiga  þátttakendur á fundinum kost á að kynna sér fleiri en eitt viðfangsefni. 

Gögn fyrir fundinn, skýrslan Landsskipulagsstefna 2015-2026: Greining valkosta og umhverfisáhrifa er aðgengileg að neðan. Auk þess verður hægt að nálgast forsenduskýrsluna Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir á netinu.