15.3.2019

Gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu

Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.

Lýsing

Lýsing  þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun stefnunnar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 8. apríl 2019. Nálgast má prentað eintak hjá Skipulagsstofnun. Allir eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma á framfæri ábendingum um nálgun og efnistök til Skipulagsstofnunar. Frestur til að koma á framfæri ábendingum er til 8. apríl 2019. Ábendingar þurfa að vera skriflegar og geta borist bréfleiðis, með tölvupósti á landsskipulag@skipulag.is, eða á athugasemdagátt.

Lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu 

Lýsing er kynnt samkvæmt 11. gr. skipulagslaga og 16. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu.

Kynningar- og samráðsfundir

Kynningar- og samráðsfundir verða haldnir um landið og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að koma og kynna sér hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu og taka þátt í umræðum um æskilegar áherslur og aðgerðir í landsskipulagsstefnu varðandi loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.

Kynningarfundir veða haldnir á eftirfarandi stöðum:

  • Borgarnesi 18. mars kl. 15-17 Hjálmakletti
  • Ísafirði 19. mars kl. 14-16 Hótel Ísafirði
  • Selfossi 20. mars kl. 15-17 Tryggvaskála
  • Reykjavík 21. mars kl. 15-17.30 Nauthóli
  • Akureyri 25. mars kl. 15-17 Hofi
  • Egilsstöðum 27. mars kl. 15-17 Hótel Héraði
  • Blönduósi 2. apríl kl. 15-17 Hótel Blöndu
  • Keflavík 4. apríl kl. 15-17 Hótel Park Inn

Hús opnar 15 mín. fyrir upphaf fundar á hverjum stað. Heitt á könnunni.

Fundinum í Reykjavík verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar.

Allir velkomnir.