Fundur á samráðsvettvangi 17. ágúst 2012

Skipulagsstofnun heldur samráðsfund 17. ágúst næstkomandi á Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðahótelinu) þar sem fjallað verður um drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024. Útsending verður frá kynningu draganna (kl. 13-15). Hægt verður að senda inn ábendingar á landsskipulag@skipulagsstofnun.is á meðan á kynningunni stendur og verður reynt eftir megni að ræða ábendingarnar í umræðuhópunum ásamt öðrum ábendingum frá fundinum.

Dagskráin er eftirfarandi:

10.00 – 12.00. Opið hús. Veggspjöld og önnur gögn liggja frammi og starfsmenn Skipulagsstofnunar veita upplýsingar á staðnum.

13.00 – 14.30. Kynning. Drög að stefnu um miðhálendið, búsetumynstur og skipulag haf- og strandsvæða verða kynnt ásamt umhverfisskýrslu.

14.45 – 16.00. Hringborðsumræður. Fundarmenn geta valið að taka þátt í umræðum um miðhálendið, búsetumynstur eða skipulag haf- og strandsvæða. 

Beina útsendingu frá kynningu draganna kl. 13-15 þann 17. ágúst 2012 má sjá hér að neðan: