Forsendur

Staða og þróun skipulagsmála

Yfirlit yfir forsendur landsskipulagsstefnunnar er að finna í skýrslunni Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir.

Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir

Við gerð landsskipulagsstefnu er tekin  saman skýrsla með yfirliti yfir helstu forsendur landsskipulagsstefnunnar, þ.e. greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála í landinu ásamt yfirliti yfir stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða skipulag landnotkunar og byggðaþróun. Um er að ræða tölulegt yfirlit yfir stöðu og þróun í einstökum landshlutum svo sem tölur yfir íbúaþróun, húsbyggingar, landnotkun og umferð. Einnig er yfirlit um áætlaða þróun íbúabjölda og uppbyggingu samkvæmt skipulagsáætlunum sveitarfélaga og opinberar spár um íbúafjölda.

Auk þess að vera lögð til grundvallar við gerð landsskipulagsstefnu er skýrslunni ætlað að nýtast sveitarfélögum við gerð aðal- og svæðisskipulags.