Annað efni

Rýni á vinnuferli Skipulagsstofnunar við mótun tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024

Samantekt rýnihópa og netkönnunar

Haustið 2011 fól umhverfis- og auðlindaráðherra Skipulagsstofnun að móta tillögu að fyrstu landsskipulagsstefnu og lauk þeirri vinnu í desember 2012. Í kjölfar þess ákvað stofnunin að  rýna vinnuferlið með það að markmiði að draga lærdóm af ferlinu og betrumbæta verklag. Þessi rýni tók til samráðsferlisins við mótun tillögu Skipulagsstofnunar til ráðherra en ekki var ætlunin að fjalla um vinnu við landsskipulagsstefnu á síðari stigum, svo sem hjá ráðuneyti og Alþingi.

Efnt var til rýnifunda og netkönnunar meðal þátttakenda í ferlinu og skýrsla eða samantekt VSÓ Ráðgjafar um það efni liggur nú fyrir. Þessi skýrsla er samantekt á þeim viðbrögðum, ábendingum og hugleiðingum sem komu fram á rýnifundum og í netkönnun. Hér er einnig glærukynning með samantekt á efni skýrslunnar.