Lög og reglugerðir

Landsskipulagsstefna er unnin á grundvelli skipulagslaga og reglugerð um landsskipulagsstefnu.

Gerð landsskipulagsstefnu byggir á skipulagslögum og reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011.

Markmið landsskipulagsstefnu eru sett fram í  1. gr. reglugerðar en þar segir m.a.:

Markmið landsskipulagsstefnu er að setja fram leiðarljós um landnotkun, nýtingu lands og landgæða sem tryggir öryggi og heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðlar að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð. Þá er landsskipulagsstefnu ætlað að stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um landnotkun og nýtingu lands.

Um umhverfismat landsskipulagsstefnu gilda lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Hvað varðar kynningu á fyrirhuguðu umfangi og nákvæmni matsins skal farið eftir 18. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu en þar segir að í lýsingu landsskipulagsstefnu skuli gera grein fyrir fyrirhuguðu umfangi og nákvæmni umhverfismatsins. Einnig skal Skipulagsstofnun kynna umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun sérstaklega þennan þátt lýsingar.

Skipulagslög nr. 123/2010
Reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011
Lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006