15.7.2016

Skráning á samráðsvettvang um framfylgd landsskipulagsstefnu 2015-2026

  • Strokkur gýs

Skipulagsstofnun hefur stofnað samráðsvettvang, sambærilegan þeim sem starfræktur var við mótun landsskipulagsstefnu, sem ætlað er að stuðla að góðri upplýsingamiðlun og samráði við framfylgd stefnunnar. Aðilar á samráðsvettvangi fá reglulega upplýsingar um framfylgd landsskipulagsstefnu og framvindu einstakra framfylgdarverkefna. 

Skipulagsstofnun óskar eftir skráningu tengiliða á samráðsvettvanginn og er hann öllum opinn. Tilkynning um skráningu, nafn og netfang tengiliðs, sendist á netfangið landsskipulag@skipulag.is