1.11.2011

Ný reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011

Ný reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011

Ný reglugerð um landsskipulagsstefnu hefur öðlast gildi og hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Ný reglugerð um landsskipulagsstefnu hefur öðlast gildi og hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Markmið landsskipulagsstefnu er samkvæmt reglugerðinni að setja fram leiðarljós um landnotkun, nýtingu lands og landgæða sem tryggir öryggi og heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðlar að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð. Þá er landsskipulagsstefnu ætlað að stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um landnotkun og nýtingu lands.

Hér má nálgast reglugerðina í heild sinni eða á vef Stjórnartíðinda