Þátttakendur

Sérstakur samráðsvettvangur hefur verið stofnaður vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026. Send voru 200 bréf þar sem sveitarfélögum, opinberum stofnunum, fyrirtækjum sem sinna grunngerð og samtökum á sviði atvinnuvega og náttúruverndar var boðin þátttaka. Einnig hefur Skipulagsstofnun auglýst og boðið þeim aðilum eða einstaklingum sem telja sig hafa hagsmuna að gæta eða hafa sérstakan áhuga á að fylgjast með, að skrá sig á samráðsvettvang. Fjölmargir aðilar hafa þegið boðið og tilnefnt fulltrúa eða tengiliði. 

Listi yfir þátttakendur á samráðsvettvangi 2014