Áætlun um samráð

Skipulagsstofnun skal móta landsskipulagsstefnu í virku samráði við sveitarfélögin og samtök þeirra, opinberar stofnanir og helstu hagsmunaaðila.

Jafnframt er leitast við að tryggja að almenningur eigi þess kost að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum í vinnsluferlinu. Skipulagsstofnun hefur kynnt áætlun um samráð vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026 og eftirtaldir áfangar eru megin skrefin í því ferli:

 

  • Lýsing landsskipulagsstefnu og gerð matslýsingar
  • Kynning á forsenduskýrslu
  • Auglýsing tillögu að landsskipulagsstefnu og umhverfisskýrslu
  • Afgreiðsla Alþingis