Landsskipulagsstefna 2015-2026

Þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2016 var samþykkt á Alþingi þann 16. mars 2016.

Í henni er sett fram stefna um hvernig stjórnvöld skuli vinna að skipulagsmálum og byggir hún á fjórum leiðarljósum:

  • Að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að sjálfbærri þróun. 
  • Að skipulag byggðar og landnotkunar sé sveigjanlegt og stuðli að seiglu gagnvart samfélags- og um­hverfisbreytingum. 
  • Að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að lífsgæðum fólks. 
  • Að skipulag byggðar og landnotkunar styðji samkeppnishæfni landsins alls og einstakra landshluta. 

Landsskipulagsstefna 2015-2026 felur í sér stefnu um fjögur viðfangsefni:

  1. Skipulag á miðhálendi Íslands.
  2. Skipulag í dreifbýli.
  3. Búsetumynstur og dreifingu byggðar.
  4. Skipulag á haf- og strandsvæðum.

Landsskipulagsstefna 2015-2026 ásamt greinargerð
Þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026  

Skipulagsmál á Íslandi 2014 - lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir (fylgiskjal tillögu)